Tungudalur

Tungudalur, inn af Ísafjarðarkaupstað, kjarri vaxinn. Skógræktarsvæði, göngu leiðir og tjaldsvæði. Þar voru sumarbústaðir Ísfirðinga en um 40 þeirra skemmdust í snjóflóði í apríl 1994 og sópaðist þá í burtu skóglendi á stóru svæði. Einn maður lét þar lífið. Flestir sumarbústaðana hafa nú verið endurbyggðir. Hærra uppi, á Seljalandsdal, í um 500 m hæð y.s. er hið rómaða skíðaland Ísfirðinga og skíðaskálar. Á Seljalandsdal er nú miðstöð skíðagönguiðkunar í sveitafélaginu, en ný aðstaða fyrir svigskíðafólk hefur verið byggð upp í Tungudal. Golfvöllur, 9 holur er í Tungudal.