Tungufell

Tungufell, kirkju­stað­ur, sá bær á Suð­ur­landi sem fjærst er sjó. Styst til sjáv­­ar í Hval­fjörð, um 58 km. Þar var timburkirkja reist árið 1856. Altari, prédikunar­stóll og umbúnaður altaristöflunnar er eftir Ófeig Jónsson frá Heiða­bæ í Þingvallasveit og voru þeir gripir í torfkirkju sem áður stóð í Tungufelli og Ófeigur smíðaði. Klukkur kirkjunnar eru með rómönsku lagi og eru með allra elstu kirkjuklukkum landsins. Hluti af húsasafni Þjóð­minja­safns Íslands frá 1987. Í Þjóðminjasafni er varðveittur mikill kjörgripur úr kirkjunni, smeltur kross frá 13. öld. Frá Tungu­felli ligg­ur ill­fær veg­ur inn á Leppistung­ur og á Kerl­ing­ar­fjalla­veg við Jök­ul­fall (Jök­ul­kvísl). Af þess­um vegi ligg­ur braut­in aust­ur að Lax­ár­gljúfr­um. Ef ekið er í 5,5 km áfram eftir slóða frá Tungufelli er komið að gönguleið sunnan megin við Gull­foss.