Tungusveit

Tungusveit, sveitin milli Héraðsvatna að austan og Svartár að vestan. Eftir tungunni ganga háir klettaásar en mýrar og móar á milli. Eru þeir um 200 m háir norðan til en allt upp í 350 m að sunnan. Norðurhluti ásanna heitir Reykjatunga en Eggjar sunnar.