Tvídægra

Tvídægra, liggur norður til Húnaþings, flöt og hægt hallandi, mest votlendi og oft ótræðisflóar með grunnum vötnum og tjörnum, en lágum og flötum holtum á milli. Veiði er þar í flestum vötnum. Áður fjölfarin leið milli byggða en vandrötuð og hrakningasöm á vetrum enda urðu þar oft miklir mannskaðar. Vestan leiðarinnar í Miðfjörð voru Núpdælagötur suður í Krók og að Kalmanstungu. Enn vestar var önnur leið. Þar urðu Heiðarvíg, þegar Víga–Barði hefndi bróður síns á Borgfirðingum.