Unaós

Unaós, ysti bær í Hjaltastaðaþinghá, kennd­ur við Una Garð­ars­son hinn danska, land­náms­mann. Uni var son­ur Garð­ars Svav­ars­son­ar sem fann Ís­land og nefndi Garð­ars­hólma. Har­ald­ur hárfagri sendi Una hing­að til að leggja land­ið und­ir sig og skyldi Uni hljóta jarls­tign að laun­um. Þetta var fyrsta til­raun Nor­egs­kon­ungs til áhrifa á Ís­landi en lands­menn unnu Una allt til ógagns og að lok­um var hann drep­inn af Leið­ólfi kappa í Skógar­hverfi í A–Skafta­fells­sýslu.