Úthérað, frá Eyvindará til sjávar, skiptist í tvö byggðarlög, Eiðaþinghá sunnar og Hjaltastaðarþinghá eða Útmannasveit norðar. Austan að héraðinu liggja há og svipmikil móbergs– og blágrýtisfjöll, margir tindar 1000–1100 m, hæst Beinageitarfjall 1107 m og Dyrfjöll 1136 m.