Úthlíð

Úthlíð, land­náms­jörð, kirkju­stað­ur til skamms tíma. Út­hlíð­ar­hraun víð­lent, víða skógi vax­ið. Þar er stór sumar­húsa­byggð og ferðaþjónusta, sundlaug, veitingahús og golf­völl­ur. Nú er þar risin kirkja, fjármögnuð af Birni Sigurðs­syni bónda og Minningarsjóði Úthlíðarkirkju, til minn­ingar um eigin­konu Björns, Ágústu Margréti Ólafs­dótt­ur húsfreyju í Út­hlíð. Í túni í Út­hlíð er tótt, tal­in hof­tótt Geirs goða. Þar telja menn sig geta sýnt haug hans. Á bæj­ar­hlaði er hlaut­bolli sem tal­inn er úr hof­inu.