Vallanes

Vallanes, kirkju­stað­ur. Kunn­ast­ur allra presta sem set­ið hafa Valla­nes er Stef­án Ólafs­son skáld (um 1619–88). Næst Hall­grími Pét­urs­syni var hann mesta skáld á Ís­landi á 17. öld. Kvæði hans komu fyrst út 1823 en hafa ver­ið gef­in út síð­an. Hann fékkst mik­ið við þýðing­ar á ís­lensku og af ís­lensku á lat­ínu. Stef­án var einnig söng­laga­smið­ur og stjarn­fræð­ing­ur. Gegnt kirkjunni (byggð 1930) er Stefánsstofa, skrúðhús frá 1997. Þar er líkan af Vallanesbænum og kirkjunni eins og þau voru um aldamótin 1900. Kirkjan og skrúðhúsið eru opin ferðafólki. Í landi Valla­ness er fé­lags­­­heim­il­ið Iða­vell­ir. Í Vallanesi er stunduð lífræn ræktun og framleiðsla m.a. á snyrtivörum undir vörumerkinu Móðir Jörð. Eymundur Magnús­son bóndi hóf lífræna ræktun árið 1987 og hefur kennt Íslendingum að borða bygg. Bankabygg, byggmjöl, grænmetisbuff úr íslensku byggi og fleiri lífrænar afurðir eru m.a. framleiddar í Vallanesi.