Valtýskambur

Valtýskambur, klettur austan við Rauðu­skriðu. Þar á maður Valtýr að nafni að hafa bjargað lífi sínu, eftir að hafa framið ódæðisverk. Það gerði hann með því að leysa þraut sem fólst í því að standa á höfði á kambinum meðan messað var á Hálsi. Þrautina leysti hann og fór svo frjáls ferða sinna. Sagnir eru af fleiri hetjum er síðar eiga að hafa leikið þetta eftir en engum er þó ráðlagt að feta í fótspor þeirra.