Vatnaskógur, norðan í Saurbæjarhálsi með Svínadalsvötnum, var friðaður 1914. Nokkrum árum síðar fékk KFUM þar ítök og reisti þar sumarbúðir, Lindarrjóður, dveljast drengir þar á sumrin. Forgöngumaður þessara framkvæmda var æskulýðsleiðtoginn sr. Friðrik Friðriksson (1868–1961).
