Vatnsnesfjall

Vatnsnes, skaginn milli Miðfjarðar að vestan og Húnafjarðar að austan. Á því hálendur, samfelldur fjallgarður, Vatnsnesfjall, hæst Þrælsfell 906m. Vatnsnes er rómað selaskoðunarsvæði, en þar eru ein aðgengilegustu sellátur á landinu. Selatalningin mikla fer fram á Vatnsnesi í júlí ár hvert.