Arnarstapi, hóll austast á Vatnsskarði. Þaðan sér vítt um Skagafjarðarhérað, svo að ekki mun meira útsýni í byggð. Hringsjá. Þar var Stephani G. Stephanssyni skáldi (1853–1927) reistur minnisvarði er Ríkarður Jónsson gerði. Stephan fæddist að Kirkjubóli, nú í eyði, en dvaldist um hríð í Víðimýrarseli, sunnan Víðimýrarár.