Víðimýri

Víðimýri, kirkjustaður, fornt höfð­ingjasetur og eitt af helstu höfuðbólum Skaga­fjarðar áður fyrr. Þar sátu fyrirmenn Ás­birn­­inga, m.a. frændurnir Kol­beinn Tumason og Kol­beinn ungi Arnórsson. Víði­mýrar­kirkja er ein af örfáum varð­veitt­um torf­kirkjum lands­ins, reist árið 1834 af Jóni Sam­sonar­syni smið og al­þingis­­manni. Í upphafi 20. aldar var tvísýnt um afdrif kirkjunnar, en síðar áttuðu menn sig á því að hér var um ómetanleg menn­ingar­­verð­mæti að ræða. Hluti af húsasafni Þjóð­minja­safns Íslands frá 1936. Kirkjan er opin gestum yfir sumar­tímann.