Víðivellir, höfuðból, oft aðsetur presta, sýslumanna og annarra höfðingja. Þar bjó Pétur prófastur Pétursson (1754–1842). Talinn fyrstur hafa ræktað kartöflur í Skagafirði. Synir hans voru Brynjólfur skrifstofustjóri, Fjölnismaður (1810–51), Jón dómstjóri (1812–96) og Pétur biskup (1808–91). Minnisvarði um þá bræður við veginn. Frá Víðivöllum var Gottskálk, faðir Alberts Thorvaldsen myndhöggvara.