Víðivellir

Víðivellir, höfuðból, oft aðsetur presta, sýslu­manna og annarra höfðingja. Þar bjó Pétur prófastur Pétursson (1754–1842). Tal­inn fyrstur hafa rækt­að kartöflur í Skagafirði. Syn­ir hans voru Brynj­ólfur skrif­stofustjóri, Fjöln­is­mað­ur (1810–51), Jón dómstjóri (1812–96) og Pétur biskup (1808–91). Minnisvarði um þá bræður við veginn. Frá Víði­völl­um var Gottskálk, faðir Alberts Thorvaldsen mynd­höggv­ara.