Vígðalaug

Laugarvatn, vinsæll áningastaður ferðamanna og rómaður sumardvalarstaður. Í þéttbýliskjarnanum má m.a finna hótel, listagallerí, sundlaug, Laugarvatn Fontana, bensínstöð og veitingahús.

Laugarvatn er stöðuvatn sem er 2.14m2 er ylvolgt á allstóru svæði og víða má finna heitar uppsprettur í vatninu og á vatnsbakkanum.

Sagan segir að sumir höfðingjar á Þingvöllum hafi ekki viljað skírast í köldu vatni Þingvalla árið 1000 við kristnitökuna heldur kosið heitar laugar að Laugarvanti.

Ein laugin er Vígða­laug og þar voru t.d þvegin lík Jóns biskups Arasonar og sona hans er þau voru flutt til greftrunar norður að Hólum.