Vikrafell

Hreðavatn, bær norðan við samnefnt vatn í kvos undir fjallinu. Í vatninu silungs­veiði og hólmar með kjarri og fögrum gróðri. Umhverfi Hreða­vatns fjölbreytilegt og litríkt. Fyrir ofan og innan bæinn er surtarbrandur sem numinn var um skeið, þar eru einnig plöntusteingervingar frá hlý­viðrisskeiðum tertíertíma. Skammt vestur frá Hreðavatni er baulu­lagaður móbergshnúkur, Vikrafell, 539 m, alláberandi neðan úr Borgar­firði séð. Við Hreðavatn stendur Jafnaskarðsskógur.