Vindheimajökull

Vindheimaöxl, hrikalegt klettahorn upp af Vindheimum. Suður af öxl­inni er Vindheimajökull með Strýtu, 1451 m, og Kistu, 1447 m. Frá jöklinum koma Húsá, sem rennur í Bægisá, og Fossá litlu austar. Árnar renna um samnefnda dali og um þá eru greiðfærar leiðir á Strýtu og Kistu. Ágætt fjallgönguland.