Vöðlavík

Vöðlavík, (Vaðlavík), sunnan Gerpis, hét áður Krossavík. Þar var búseta fram til 1970. Eftirtaldir bæir voru þar: Vöðlar, Ímastaðir, Karlsstaðir, Músalækur, Þverá og Kirkjuból. Búið var á þeim öllum nema Músalæk fram yfir 1960. Auk þess var búið á Krossnesi til 1944 en það stendur við opið haf, austan við Snæfugl, 757 m. Í Vöðlavík varð sjóslys 18. desember 1993 þegar Bergvík VE 505 strandaði en mannbjörg varð og aftur 10. janúar 1994 þegar björgunarskipið Goðinn fórst og með honum einn maður en þyrlubjörgunarmenn frá Keflavíkurherstöðinni björguðu öðrum úr áhöfninni með harðræði og dirfsku. Árið 2003 byggði Ferðafélag Fjarðamanna glæsilegan gönguskála á Karlsstöðum í Vöðlavík.