Vogar

Vogar. Atvinnulífið byggir á matvælaframleiðslu, iðnaði, verslun og þjónustu.

Í Vogum er sundlaug, mótel og tjaldsvæði.

Við grunnskólann í Vogum er minnisvarði um Jón sterka Daníelsson (1771–1855) frá Stóru–Vogum. Jón var með allra sterkustu mönnum og minnisvarðinn er steinn sem tekinn var úr fjörunni við Stóru–Voga, en sagt er að Jón hafi tekið hann í fangið og borið til vegna þess að hann var fyrir í Stóru–Voga–vörinni. Steinninn vegur 450 kíló.

Við Vogatjörn og göngustíg meðfram sjávarsíðunni eru fræðsluskilti um umhverfi, dýra– og fuglalíf í Vogum.