Vopnalág

Surtshellir, ugglaust frægasti hellir á Íslandi. Hann er rétt við veginn eftir að kemur upp á hraunið. Fjögur niðurföll eru í hann og ekki öll manngeng. Hellirinn er um 1,5 km á lengd og merkilegir afhellar úr honum. Þar hafa fundist hleðslur og beinaleifar. Útileguþjófar og ránsmenn, Hellismenn, lágu í hellinum á 10. öld en voru drepnir af byggðamönnum undir forystu helstu höfðingja um ofanverðan Borgarfjörð. Aðrar sögur og frábrugðnar hafa gengið um þá. Samkvæmt Hellismannasögu lágu þeir sofandi í Vopnalág við suðurenda Þorvaldsháls þegar byggðamenn komu að þeim.