Apavatn

Apavatn, um 14 km2 veiði­vatn. Við Apa­vatn eru tveir bæir sam­nefnd­ir, Efra– og Neðra–Apa­vatn. Frá Apa­vatni var Sig­hvat­ur skáld Þórð­ar­son (11. öld). Á Neðra–Apa­vatni hitt­ust þeir Sturla Sig­hvats­son og Giss­ur Þor­valds­son 1238, og sveik Sturla þar Giss­ur. Af­rennsli Apa­vatns heit­ir Haga­ós, fell­ur í Brú­ará.