Arnaldsstaðaskógur

Arnaldsstaðaskógur í Fljótsdal, náttúrulegur birkiskógur blandaður reyni­við, og einn sá stærsti slíkra á Héraði. Hann vex í austurhlíð Múlans í Suðurdal í Fljótsdal, í 30–300 m.y.s. í óvenjumiklum bratta á svæði skriðufalla og er hluti hans í umsjón Skógræktar ríkisins. Meðalhæð birkis er yfir 5 m, og hæstu tré um 10 m. Botngróður er blanda af gras– og blómlendi, óvenjumikil geithvönn víða, auk hrútaberja og blá­gresis. Beygt er af vegi 934 í suðvestur inn á slóða er liggur norðan megin við Kelduá. Athugið að ganga þarf upp bratta hlíð til að komast í skóginn. Þjóðskógur.