Ásbyrgi, hamrakví með allt að 100 m háum, þverhníptum veggjum. Í miðju byrginu rís klettur, Eyjan, og eru hamragöng báðum megin hennar. Þvermál Byrgisins er um 1 km og lengd 3,5 km.
Ásbyrgi mun hafa myndast í hamfarahlaupum í Jökulsá á Fjöllum. Yst er móagróður, en innar fjölbreyttur og þroskamikill birkiskógur, einnig reyniviður, rauðgreni, blágreni, sitkagreni, lerki og skógarfura. Mikið er um sveppi síðsumars, svo em kúlalubba og berserkjasvepp. Innst í byrginu er tjörn. Ásbyrgi er í eigu Skógræktar ríksins en í umsjón Umhverfisstofnunar og er hluti Vatnajökulsþjóðgarðs.