Áshverfi

Ás, það­an var Gísli Bjarna­son stúd­ent (1678–1707). Hann lést í hafi úr bólu­sótt og barst veik­in til lands­ins í far­angri hans. Var hún svo skæð að næst gekk svarta­dauða í byrj­un 15. ald­ar. Urðu þá marg­ir karl­legg­ir fornra höfð­ingja­ætta al­dauða. Er talið að um 26% landsmanna hafi dáið af völdum bólusóttarinnar en í manntalinu 1703, fjórum árum áður voru Íslendingar 50.358. Ás ásamt ná­granna­bæj­um kall­ast einu nafni Áshverfi.