Baula

Baula, 934 m hátt líparítfjall. Baula er keilulaga, brött og skriðurunnin, torfærulaus en seinfarin. Styst er að ganga á fjallið að suðaustan eða suðvestan frá Bjarnardal. Stórgrýti getur verið hálflaust, þannig að gæta ber nokkurrar varúðar. Efst uppi er grjótbyrgi og í því gestabók. Þar er einnig hlaðin varða. Útsýn af tindinum er geysivíð. Vestan og norðan Baulu er Litla-Baula og Skildingafell en þau raða sér kringum lítinn og fallegan dal, Sátudal.