Berserkjahraun, runnið úr stuttri gígaröð uppi undir Kerlingarskarði, stærstur er Rauðakúla. Dregur nafn af berserkjum Víga–Styrs, er hann fékk til að ryðja um það götu, en drap síðan með svikum. Má enn sjá Berserkjagötu í hrauninu. Við hana Berserkjadys.