Berufjarðarskarð

Berufjarðarskarð, frá Berufirði liggur gömul póstleið um Beru­fjarðar­skarð til Breiðdals. Skarðið er um 700 metra hátt og er góð merkt gönguleið þar yfir. Merktar gönguleiðir eru auk þess yfir Jórvíkur­skarð, Reindalsheiði og um Streitishvarf. Kort með gönguleiðum á Suður­fjörðum Austfjarða fæst á flestum áningarstöðum ferðamanna á svæðinu.