Berufjarðarskarð, frá Berufirði liggur gömul póstleið um Berufjarðarskarð til Breiðdals. Skarðið er um 700 metra hátt og er góð merkt gönguleið þar yfir. Merktar gönguleiðir eru auk þess yfir Jórvíkurskarð, Reindalsheiði og um Streitishvarf. Kort með gönguleiðum á Suðurfjörðum Austfjarða fæst á flestum áningarstöðum ferðamanna á svæðinu.