Borgarnes, varð löggiltur verslunarstaður árið 1867 og byggð fór að myndast þar undir aldamótin 1900.Í Borgarnesi er ferðaþjónusta mikilvæg atvinnugrein. Þar er Landnámssetur Íslands þar sem boðið er m.a. upp á tvenns konar sýningar um; landnámið og Egilssögu fyrir ferðamenn og leikhús sem skipar verðugan sess meðal þeirra bestu á landinu. Nálægt Englendingavík er Bjössaróló, sem er skilgreindur sem menningarminjar. Þetta er leikvöllur fyrir börn, sem smíðaður var á sínum tíma af hugsjónamanninum Birni Guðmundssyni. Í nágrenninu er svo Safnahús Borgarfjarðar þar sem sjá má sýninguna Börn í 100 ár, sem er sögusýning um Ísland á 20. öld, sögð í ljósmyndum út frá lífi barna á þessum tíma.
Við Skallagrímsgarð er Íþróttamiðstöð Borgarbyggðar, þar sem er góð sundlaug með heitum pottum og rennibrautum.
Skallagrímsgarður í Borgarnesi er sögufrægur staður. Þar er haugur Skallagríms Kveldúlfssonar, sem fyrstur nam land í Borgarfirði og falleg lágmynd af Agli Skallagrímssyni eftir Anne Marie Carl-Nielsen.