Brattholt

Brattholt, efsti bær með Hvítá að vest­an. Kunn­ur af bar­áttu feðgin­anna Tómas­ar Tóm­as­son­ar (1845–1926) og Sig­ríð­ar (1871–1957) dótt­ur hans fyr­ir því að Gull­foss kæm­ist ekki í hend­ur út­lend­inga en hluti af foss­in­um var í eigu Bratt­holts. Bar Sig­ríð­ur að lok­um sig­ur úr být­um og er minn­­is­­merki um hana við Gull­foss gert af Ríkarði Jóns­syni, af­hjúpað 1978.