Brekknaheiði

Brekknaheiði, norð­ur­hluti heiða­svæð­is þess milli Langa­nes­strand­ar og Þist­il­fjarð­ar, sem fyrr­um kall­að­ist Helkunduheiði. Skipt­ast þar á lág­ir ás­ar og mýra­fló­ar með smá­vötn­um og tjörn­um, hæð víð­ast und­ir 200 m. Á Helk­undu­heiði eru sýslu­mörk Þing­eyj­ar– og Múl­asýslna og þar voru hin fornu mörk fjórð­unga og bisk­ups­dæma. Veg­ur­inn er hæst í 160 m hæð.