Brokey

Brokey, stærst eyja á Breiða­firði, er í eyja­kla­s­an­um und­an Skóg­ar­strönd. Mik­il hlunn­inda­jörð. Þar voru sjáv­ar­föll lát­in knýja korn­myllu og sjást enn leif­ar henn­ar. Með­al ábú­enda þar var Jón Pét­urs­son fálkafang­ari (1584–1667). Á unga aldri var Jón í sigl­ing­um og kunni ensku, dönsku og þýsku sem ekki mun hafa ver­ið al­gengt með­al bú­and­manna í þá daga. Hann kom á æð­ar­varpi í Brokey og hóf fyrst­ur manna að hreinsa æð­ar­dún. Jón var 30 barna fað­ir, hið síð­asta átti hann á ní­ræð­is­aldri. Ann­ar ábú­andi var dansk­ur mað­ur, Hans Becker, er var lög­mað­ur yfir Norð­ur– og Vest­ur­landi á fyrri hluta 18. ald­ar.