Brúarfoss

Brúarfoss, bær á syðri bakka Hítarár, við þjóð­veg­­inn.

Sam­nefnd­ur foss í ánni hjá bænum. Brú er þar yfir Hítará og veiði­manna­hús og sum­ar­bú­stað­ur.

Jóhannes Jósefs­son (1883–1967) glímu­kappi og veitinga­maður, Jó­hannes á Borg, hafði þar sumar­setur um margra ára skeið.

Sögn er til um að áður fyrr hafi stein­bogi verið á Hítará hjá Brúar­fossi. Eitt sinn hafi dauða­dæmdur sakamaður flúið af aftöku­stað og yfir bog­ann en um leið og hann var slopp­inn yfir steypt­ist bog­­inn í ána. Átti sá atburður að sanna sakleysi hans.

Fagr­ir og sér­kenni­leg­ir skessu­­katlar eru við Brúar­foss.

Skammt ofan við Brúar­foss eru Grettis­stillur, stórir og smáir steinar er liggja næstum því í röð yfir ána, verk þeirra Grettis og Bjarnar Hídælakappa að sögn Grettis­sögu.