Búðarháls, 600–700 m hár móbergshryggur sem liggur milli Þjórsár og Köldukvíslar, gróðurlítill, þakinn melum og söndum. Endar innanvert við lægð er Kvíslamót kallast. Bílvegurinn lá eftir endilöngum Búðarhálsi frá Haldi uns brúin kom á Tungnaá hjá Sigöldu.