Búðarháls

Búðarháls, 600–700 m hár mó­bergs­hrygg­ur sem ligg­ur milli Þjórs­ár og Köldu­kvísl­ar, gróð­ur­lít­ill, þak­inn mel­um og sönd­um. End­ar inn­an­vert við lægð er Kvísla­mót kall­ast. Bíl­veg­ur­inn lá eft­ir endi­löng­um Búð­ar­hálsi frá Haldi uns brú­in kom á Tungnaá hjá Sig­öldu.