Dettifoss

Dettifoss, mestur og hrikalegastur íslenskra fossa, með aflmestu fossum í Evrópu, talinn 44 m hár og skelfur bergið af átökum hans. Umhverfis grjót og auðnir.

Að Dettifossi er hægt að koma beggja vegna árinnar. Malbikaður vegur númer 862 er vestan megin en malarvegur númer 864 er austan megin. Mörg skáld hafa ort um hann.