Drekkingarhylur

Öxará, bergvatnsá sem fell­ur í fögr­um fossi, Öx­ar­ár­fossi, nið­ur í Al­manna­gjá og seg­ir sag­an að for­feð­ur vor­ir hafi veitt henni í þann far­veg. Í henni er Drekkingarhylur skammt frá því sem hún fell­ur út úr gjánni. Þar var saka­kon­um drekkt. Fyrir neðan hylinn eru hrygningarstöðvar urriðans í Þingvallavatni.