Dyrhólaey

Dyrhólaey, einstakur höfði, 110–120 m hár, með þverhníptu standbergi í sjó og að vestan, en meira aflíðandi og grasbrekkur að norðan. Suður úr henni klettatangi, Tóin, með gati í gegn, dyrunum sem eyjan ber nafn af, Dyrhólaey. Margir drangar í sjó, allir friðýstir. Einn þeirra, Háidrangur, var klifin 1983 af Hjalta Jónssyni. Vestan undir henni er Dyrhólahöfn, þar var útræði fyrrum. Friðland. Viti.