Efri-Reykir

Efri–Reykir, næsti bær við efri brúna yfir Brúará.

Hvítan þykk­an gufustrók leggur upp frá skorsteini við 720 metra djúpa borholu (1988) með 50 sekúndulítra af 146 gráða heitu vatni. Þaðan er vatnið leitt að 19 bæjum og um 500 sumar­hús­um.

Þarna er annað mesta háhitasvæði í upp­sveit­um Árnes­sýslu.