Espihóll

Espihóll, stórbýli. Þar fædd­ist Jón sýslu­mað­ur Espól­ín (1769–1836) og kenndi sig við bæ­inn. Jón Espól­ín Jóns­son var einn af­kasta­mesti sagna­rit­ari sem Ís­lend­ing­ar hafa átt. Þekkt­ust verka hans eru Ár­bæk­ur Ís­lands. Hann rit­aði einnig Ætt­ar­tölu­bók og þýddi. Jón skrif­aði Sögu Jóns Espól­íns hins fróða á dönsku en hún kom út í Kaup­manna­höfn 60 ár­um eft­ir dauða hans. Espi­hóll kem­ur mjög við Víga–Glúms sögu.