Öndverðarnes, ysta táin á Snæfellsnesi. Þar var áður stórbýli og kapella. Nú er þar viti.
Á Öndverðarnesi er gamall friðlýstur brunnur, Fálki, djúpt í jörðu og eru 18 þrep niður að honum.
Suður frá Öndverðarnesi eru sjávarhamrar sem heita Svörtuloft frá sjó. Undir þeim hafa stundum orðið sjóslys. Víðáttumikil hraun eru við Öndverðarnes, Neshraun, og í þeim mörg eldvörp, Öndverðarneshólar, Saxhóll o.fl.