Fálki

Öndverðarnes, ysta táin á Snæ­fells­nesi. Þar var áður stór­býli og kapella. Nú er þar viti.

Á Önd­verð­ar­nesi er gam­all friðlýstur brunn­ur, Fálki, djúpt í jörðu og eru 18 þrep nið­ur að hon­um.

Suð­ur frá Önd­verð­ar­nesi eru sjáv­ar­hamr­ar sem heita Svörtu­loft frá sjó. Und­ir þeim hafa stund­um orð­ið sjó­slys. Víð­áttu­mik­il hraun eru við Önd­verð­ar­nes, Nes­hraun, og í þeim mörg eld­vörp, Önd­verð­ar­nes­hól­ar, Sax­hóll o.fl.