Fellaheiði, heiðarland upp af Fellum vestan við Lagarfljót, tæplega 700 m yfir sjó. Á henni er mikið af vötnum og tjörnum. Í framhaldi af Fellaheiði til suðurs er Fljótsdalsheiði og er þar einnig urmull vatna og tjarna og fjöldinn allur af lækjum og ám. Hreindýrin halda sig mikið á Fljótsdalsheiði. Algengt er að þau fari niður í sveitirnar á vetrum, einkum ef harðnar í högum hið efra.