Fellaheiði

Fellaheiði, heið­ar­land upp af Fell­um vest­an við Lag­ar­fljót, tæplega 700 m yfir sjó. Á henni er mik­ið af vötn­um og tjörn­um. Í fram­haldi af Fella­heiði til suð­urs er Fljóts­dals­heiði og er þar einnig urm­ull vatna og tjarna og fjöld­inn all­ur af lækj­um og ám. Hreindýrin halda sig mikið á Fljóts­dals­heiði. Algengt er að þau fari niður í sveitirnar á vetrum, eink­um ef harðn­ar í hög­um hið efra.