Fimmvörðuháls

Fimmvörðuháls, fjallshryggur milli Eyjafjalla–og Mýrdalsjökuls, rúmlega 1000 m hár. Áður undir jökli. Bílaslóð liggur langleiðina þangað frá Skógum og gönguleið liggur með Skógá yfir í Goðaland og Þórsmörk. Göngubrú á Skógaá. Leiðin er að mestu stikuð. Þaðan oft gengið á Eyjafjallajökul. Áætlaður göngutími frá Skógum til Þórsmerkur eru 7–10 tímar. Stór hluti af Skógasandi hefur verið græddur upp með lúpínu og þar er umfangsmikil túnræktun á sandinum.