Fjarðará, með yfir 25 fossum sem vert er að skoða, helstur Gufufoss.
Áin var virkjuð 1913. Fjarðarselsvirkjun er elsta starfandi virkjun landsins, fyrsta riðstraumsvirkjunin og frá henni var fyrsta háspennulínan lögð til Seyðisfjarðar.
Þar er nú rafminjasafn opið almenningi. Við gamla virkjunarhúsið stendur elsta háspennumastur landsins. www.fjardarsel.is