Flói

Flói, byggðarlagið milli Ölfusár–Hvítár og Þjórsár upp að Merkurhrauni. Flatlent og víðast hraun undir jarðvegi, Þjórsárhraun, sem einstök holt og hæðir standa upp úr. Þjórsárhraun rann fyrir 8000 árum í gosi á Vatna­öldu­svæðinu nálægt Veiðivötnum, á hálendi Íslands. Hraunið er hið stærsta sem runnið hefur á jörðinni eftir ísöld, en það rann um 130 km frá upp­­tökum til sjávar. Stórfelldar áveituframkvæmdir (Flóaáveitan) gerðar er Hvítá var veitt yfir landið 1927. Lengd áveituskurða um 300 km og garðar hálfu lengri, áveitusvæðið um 12 þús. hektarar.