Flókalundur

Flókalundur, gisti- og veitingastaður í Vatnsfirði, stendur í fögru, skógivöxnu umhverfi. Hann er kenndur við Flóka Vilgerðarson sem hafði vetursetu í Vatnsfirði og gaf þá Íslandi nafn. Þar er minnisvarði um þann atburð reistur af Barðstrendingafélaginu á þjóðhátíðinni 1974. Sundlaug, Flókalaug er í sumarhúsabyggð skammt fyrir ofan hótelið