Fremri-Emstruá

Fremri–Emstruá, kemur undan Entujökli, skriðjökli sem fellur úr Mýrdalsjökli. Ferðafélag Íslands setti göngubrú á ána árið 1978. Hana tók af í hlaupi 1988. Sama haust var byggð önnur göngubrú á ána. Er hún í gljúfrunum nokkru neðar.

Innri–Emstruá, fellur úr Mýrdalsjökli í Markarfljót. Áin var brúuð 1975.