Gæsavötn

Gæsavötn, tvö grunn vötn, 920–940 m y.s. Nokkur gróður er umhverfis þau. Árið 1880 var hópur Mývetninga þar á ferð og sáu gæsir á vötnunum og gáfu þeim þá þetta nafn. Skammt austan við vötnin hafa fundist kofarústir. Enginn veit hvenær kofarnir voru reistir eða hvers vegna. Skömmu eftir 1970 var byggður skáli við Gæsavötn. Voru farnar þaðan skipulagðar ferðir á snjóbílum með ferðamenn á Vatnajökul í nokkur sumur. 1997 var nýr og betri skáli reistur á sama stað, ætlaður ferðamönnum til gistingar og dvalar.