Geitland

Geitlandshraun, hraun– og sandflæmi vestan undir Geitlandsjökli milli Geitár og Hvítár. Geitlandshraun er runnið úr gígum við jökulræturnar, í því eru allstórir hellar. Svartá er jökulá sem rennur um Geitland.