Grafarvogur

Grafarvogur, lítill vogur er skerst inn í landið milli Ártúns– og Gufuness­höfða. Öll byggðin í landi Keldna, Gufuness, Korpúlfsstaða og Eiðis er í dag­legu tali kennd við voginn, þótt aðeins örlítill hluti hennar sé við hann.