Gránunes

Gránunes, hagasvæði austan undir Kjalhrauni. Þar komu fyrrum saman fjallmenn úr Húnavatnssýslu og Árnessýslu. Var fé norðan– og sunnanmanna dregið þar sundur og var þá oft glatt á hjalla. Nafnið kvað vera dregið af hryssu úr för Reynistaðarbræðra sem tórði þar af.