Gufuskálavör

Írskra brunn­ur, frá land­náms­öld er vestur af tún­inu á Gufu­skál­um og Írskra kirkja á sjáv­ar­bakk­an­um en Írskubúð­ir í hraunjaðr­in­um sunnan gamla flugvallarins. Þar fór fram fornleifauppgröftur og komu í ljós rústir frá víkingaöld. Í Gufu­skála­vör sjást för eft­ir kili út­róðr­ar­bát­anna sorf­in í berg­ið í ald­anna rás. Ofan vararinnar er minn­is­merki um El­ín­borgu Þor­bjarn­ar­dótt­ur, síð­asta ábú­and­ann, af­hjúpað 1987.