Írskra brunnur, frá landnámsöld er vestur af túninu á Gufuskálum og Írskra kirkja á sjávarbakkanum en Írskubúðir í hraunjaðrinum sunnan gamla flugvallarins. Þar fór fram fornleifauppgröftur og komu í ljós rústir frá víkingaöld. Í Gufuskálavör sjást för eftir kili útróðrarbátanna sorfin í bergið í aldanna rás. Ofan vararinnar er minnismerki um Elínborgu Þorbjarnardóttur, síðasta ábúandann, afhjúpað 1987.